, Vefsala

Vefhönnun með aðlaðandi upplifun!

Við eigum okkur sýn um að skapa betri upplifun og meiri sölu á vefnum. Þar sem lausnir okkar gera vefinn aðlaðandi fyrir fólk með því að tvinna saman þekkingu, tækni og tilfinningar.

Við segjum söguna á bak við hugmyndina og notum til þess þá tækni sem hentar í hverju tilviki. Hvort sem það er vefur, video eða sérsmíðuð lausn.
Þannig náum við persónulegum tengslum við viðskiptavini.

Góð VEFHÖNNUN stendur í okkar huga fyrir vef sem selur VÖRU eða HUGMYNDIR.

Að horfa á myndband er góð skemmtun. Og markaðsvideo eru þess vegna einhver öflugasta leiðin til að ná sambandi við áhorfendur sem eru jú viðskiptavinir okkar.

Markaðssetning byggir á að ná sambandi við viðskiptavinina. Fólk ver æ minni tíma í lestur dagblaða eða að horfa á sjónvarp.
Nú eru flestir með snallsíma sem eru tengdir við netið og allir nota Facebook, Google leitarvélina og skoða myndbönd á Youtube.
 


Vefhönnun

Vefmarkaðssetning

Markaðsmyndband

Getur þú ímyndað þér hvernig heimurinn væri án Internetsins?

Svolítið skrítið er það ekki?

  • Nú þurfum við ekki lengur að fara í bankann – við opnum bara heimabankann.
  • Nú þurfum við ekki lengur að fara í pósthúsið – við sendum tölvupóst.
  • Nú þurfum við ekki lengur að leggjast í langa rannsóknarvinnu – við notum leitarvél á netinu.
  • Nú þurfum við ekki lengur að hringja í vinina – við spjöllum við þá á Facebook.
  • Við þurfum ekki einu sinni lengur að horfa á sjónvarpið í stofunni – við gerum það beint á vefnum.
Til að ná árangri á vefnum þarft þú að byggja vefinn þinn á góðri vefhönnun, markvissri vefmarkaðssetningu ásamt skynsamlegri nýtingu á markaðsmyndböndum og öðrum þeim tækjum og tólum sem í boði eru.
Eins og þú veist örugglega er beinlínis ætlast til þess að við notum netið til að eiga samskipti við fyrirtæki og einstaklinga.
Í gegnum árin höfum við séð gríðarlega hraðan vöxt í notkun á Internetinu. Google, Facebook og Youtube eru mest sóttu vefir heims og ef við viljum eiga viðskipti verðum við að eiga okkar stað og vera sýnileg á þessum nýju miðlum.
Þar getum við vonandi fundið samhljóm.
Við  höfum áhuga á að aðstoða þig við að nýta þér þessa tækni til að ná fleiri viðskiptavinum og efla tengslin við þá sem þú ert með núna.
Skoðaðu vel það sem við höfum að bjóða og hvort það fellur að þínum hugmyndum.

Vefhönnun

Væri ekki frábært að koma vefnum þínum í loftið innan 7 daga?

Það er vissulega ótrúlegt – en samt alveg möguleiki.

Þú ert örugglega sammála því að það mikilvægasta við vef er einfaldleiki. Margir vefir eru settir upp sem sýnidæmi um hvað er hægt að gera með grafískum tólum, frekar en þjóna notendum og auka sölu.

Vefmarkaðssetning

Vefmarkaðssetning

Ertu viss um að þitt fyrirtæki sé nægilega sýnilegt á vefnum?

Ímyndaðu þér hvernig það er að vera með vefsíðu sem enginn heimsækir!

Væri það ekki skelfileg tilhugsun?

Internetið er stundum svolítið eins og fuglabjarg. Þeir sem hæst láta fá mesta athygli.

Við þekkjum það!

Markaðsmyndbönd

Markaðsmyndbönd

Nærðu athygli viðskiptavina?

Ímyndaðu þér lesanda fréttablaðs. Hann situr við eldhúsborðið og er að sötra kaffið um leið og hann nuddar stýrurnar úr augunum. Á sama tíma er hann að fletta í gegnum blaðið. Hann leitar eftir áhugaverðum fréttum en athyglin dregst nánast fyrir tilviljun að tilboði sem gæti verið spennandi.

Sendu okkur skilaboð um hugmyndir þínar og við getum gert að veruleika:

Nafn (þarf að skrá)

Tölvupóstur (þarf að skrá)

Efni

Skilaboð