, Cranio félagið opnar nýjan vef | Vefsala

Cranio félagið opnar nýjan vef

Höfundur: Þrándur - Dags: 3.09.2010

Cranio – Félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara hefur nú opnað nýjan vef í samstarfi við Vefsala.com.

Craniofelag.is vefnum er ætlað að vera vettvangur félagsmanna til að koma á framfæri upplýsingum um höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun.

Markmiðið með hönnuninni var að gera snyrtilegan vef með góðu aðgengi að upplýsingum ásamt því að vera róandi sem er jú í anda félagsins.

Á vefnum eru upplýsingar um félagið og markmið þess, einnig er listi yfir félagsmenn og upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við þá. Á vefnum eru auk þess fréttir af mikilvægum atburðum sem tengjast höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Til þess að fylgjast með þeim viljum við hvetja þig til að heimsækja vefinn reglulega og jafnvel gerast vinur þeirra á Facebook.