, Heilunarfélag Íslands – nýr vefur | Vefsala

Heilunarfélag Íslands – nýr vefur

Höfundur: Þrándur - Dags: 26.10.2011

Heilunarfélag Íslands hefur nú opnað nýjan vef í samstarfi við Vefsala.com.

Tilgangur félagsins er að efla og auka menntun og að standa vörð um starfsumhverfi heilara. Að vera innan handar við að finna viðurkennda menntunarleiðir varðandi heilun fyrir almenning. Að auka skilning heilbrigðisstétta, yfirvalda og almennings á heilun. Að vinna að því að heilun verði viðurkenndur valkostur innan heilbrigðiskerfisins.

Heilunarfélag Íslands

heilunarfelag.is vefnum er ætlað að vera vettvangur félagsmanna til að efla tengslanet og styðja við starfsemi félagsins.

 

Markmiðið með hönnuninni var að gera snyrtilegan vef með góðu aðgengi að upplýsingum ásamt því að vera róandi sem er jú í anda félagsins.

Á vefnum eru upplýsingar um félagið og markmið þess, einnig er listi yfir félagsmenn og upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við þá. Á vefnum eru auk þess fréttir af mikilvægum atburðum sem tengjast starfsemi félagsins. Til þess að fylgjast með þeim viljum við hvetja þig til að heimsækja vefinn reglulega og jafnvel gerast vinur þeirra á Facebook.