, Markaðsmyndbönd | Vefsala

Markaðsmyndbönd

Höfundur: Þrándur

Nærðu athygli viðskiptavina?

Ímyndaðu þér lesanda fréttablaðs. Hún situr við eldhúsborðið og er að sötra kaffið um leið og hún nuddar stýrurnar úr augunum.   Á sama tíma er hún að fletta í gegnum blaðið. Hún leitar eftir áhugaverðum fréttum en athyglin dregst nánast fyrir tilviljun að tilboði sem gæti verið spennandi.

Líkurnar á því að ná athygli með þessu móti eru litlar.

Eins og þú veist eru myndbönd margfalt áhrifameiri.

Berðu þetta saman við sömu konu þegar hún er að horfa á myndband af Youtube síðar um daginn. Hún situr fyrir framan skjáinn og sötrar síðdegiskaffið. Myndbandið er frá ferðalagi um Miðjarðarhaf. Fallegar myndir, ljúf tónlist og róandi rödd segja frá hvað er hægt að gera og sjá. Þetta fangar hug hennar – og  í framhaldinu er erfitt annað en láta sig dreyma og jafnvel panta ferð!

Myndbönd geta samt verið mis vel heppnuð.

Sá sem horfir á myndband er nánast í persónulegum tengslum við þann sem talar. Árangurinn ræðst af upplýsingagildi og trúverðugleika.

Auglýsingar sem sýndar eru í sjónvarpi eru yfirleitt stuttar og þess vegna er takmarkað hversu mörgum skilaboðum er hægt að koma á framfæri. Þú getur trúlega verið sammála því – og líka því að sjónvarpsauglýsingar eru oft yfirborðslegar og þreytandi.

Góð markaðsmyndbönd fræða og eru skemmtileg. Þau laða að – og fólk gefur þeim fulla athygli.

Skoðaðu dæmi um markaðsmyndbönd sem við höfum gert.

 

Ef þú telur að hugmyndir þinar falli að því sem við höfum rætt, er sjálfsagt að fara betur yfir möguleikana á fundi.

Hafðu samband við okkur og við getum ákveðið tíma án allra skuldbindinga…

Nafn (þarf að skrá)

Tölvupóstur (þarf að skrá)

Efni

Skilaboð