, Vefhönnun | Vefsala

Vefhönnun

Höfundur: Þrándur

Vefhönnun: Lifandi vefur – Heildarmyndin

Vefhönnun: Ferillinn – Skref fyrir skref

Þú ert örugglega sammála því að það mikilvægasta við vefhönnun er einfaldleiki. Margir vefir eru settir upp sem sýnidæmi um hvað er hægt að gera með grafískum tólum, frekar en þjóna notendum og auka sölu.

Vefhönnun

Góð VEFHÖNNUN stendur í okkar huga fyrir vef sem selur. Vef sem selur vöru eða þjónustu, eða vef sem selur hugmyndir eins og félagsþátttöku eða mikilvægi heilunar.

Vefhönnun er byggð upp af þremur þáttum:

  • Útlit – Þarf að vera einfalt og snyrtilegt með vel læsilegu letri ásamt því að vera í réttum anda.
  • Virkni – Aðgengi að upplýsingum sé notendavænt með þægilegu og eðlilegu flæði.
  • Innihald – Upplýsingar sem vefurinn birtir séu áhugaverðar og textinn leiði til ákvörðunar, t.d. sölu.  Efnið sé aðgengilegt fyrir leitarvélar og dragi þannig að rétta markhópinn.
Góð vefhönnun tryggir JAFNVÆGI með öllum þessum þáttum.
Góð vefhönnun þýðir að vefurinn nær ÁRANGRI!
Vefhönnun

Vefhönnun

Með því að skoða þá vefi sem við höfum gert – sérð þú að vefirnir geta verið einfaldir og þægilegir í notkun – jafnframt því að vera aðlaðandi og snyrtilegir.

  • Þarft þú einfalda heimasíðu til að koma hugmyndum þínum á framfæri?
  • Ert þú í forsvari fyrir félag og vilt tryggja betri samskipti við félagsmenn?
  • Hefur þú stofnað fyrirtæki og vilt draga að fleiri viðskiptavini?
  • Hugsar þú stærra?

Eins og þú veist er tilgangur vefs að vera andlit fyrirtækis í netheimum. Þar gilda önnur lögmál heldur en í raunheimum. Vefurinn er alltaf opinn og óþreytandi – sístarfandi í þína þágu.  Alltaf reiðubúinn að svara spurningum og opna á ný tækifæri.

Einfaldur vefur laðar lesendur inn og leiðir hann að þeirri þjónustu eða vöru sem þú vilt kynna.

Ef þú telur að hugmyndir þinar falli að því sem við höfum rætt, er sjálfsagt að ræða málið betur á fundi.

Hafðu samband við okkur og við getum sett upp fund án allra skuldbindinga…

Nafn (þarf að skrá)

Tölvupóstur (þarf að skrá)

Efni

Skilaboð