, Vefsala | Vefsala

Vefsala

Höfundur: Þrándur

Vefsala.com er vefur í eigu Álfatungls ehf. Vefnum er ætlað að gefa innsýn og leiðbeina um notkun Internetsins sem sölu- og markaðstækis.

Álfatungl á og rekur nokkra vinsæla vefi sem hafa náð ótrúlega góðum árangri á hinum alþjóðlega markaði.

Ég hef áhuga á að breyta áhugamálum mínum í viðskiptahugmynd. Fyrsti vefurinn sem ég bjó til er jeppavefur sem byggir á reynslu minni af ferðalögum um Ísland á jeppum og kynnum mínum af íslenskum jeppamönnum. Ég hef einfaldlega gaman af að skrifa um það sem mér finnst skemmtilegt og áhugavert.

Stafræni heimur nútímans hefur verið megin áhugamál mitt (og vinna) síðustu rúm 25 ár. Ég kynntist fyrst tölvum þegar ég komst í kynni við Commodore 64 í menntaskólanum. Hana var hægt að forrita með frumstæðri útgáfu af BASIC og hún var með heil 16K í minni ef ég man rétt! Möguleikarnir voru takmarkaðir miðað við nýjustu vélarnar en ég hafði strax á tilfinningunni að þessi tölvuheimur ætti eftir að vaxa gríðarlega. Eins og þú líklega veist, þá er það einmitt tilfellið og vefurinn eða Internetið og aðrar stafrænar nútímauppgötvanir snerta hvern og einn.

Draumar eru einnig nokkuð sem mér þykja áhugaverðir. Bæði hvernig heilinn er notaður til að búa til nýja hluti og hugmyndir og almennt hvernig heilinn virkar og hvernig hægt er að líkja eftir honum með tölvum. Einnig hef ég áhuga á eigin draumum – þ.e. hvað það er sem ég vil gera með lífi mínu. Ég vona líka að þú hafir áhuga á því. Allt of margir lifa lífinu án draums – án þess að hafa skýr markmið að stefna að.

Allir vefirnir sem ég hef búið til voru í upphafi bara draumur. Fyrir örfáum árum voru þeir ekki til. Að búa til og móta vefina hefur verið ástríða mín og smám saman hef ég verið að gera þá að tekjulind og raunverulegum viðskiptum.

Það eru ekki margir sem eiga vefi sem hafa jafn áhugasama lesendur og ég geri. Ég er stoltur yfir þessu – en líka hógvær – þar sem ég vil auðga heiminn með varanlegum hætti.

Ég vonast til að þjóna þér vel.

Thrandur Arnthorsson

Með bestu óskum um góðan árangur,
Þrándur
Álfatungl ehf.
Vefsala.com


Hafðu samband við okkur:

Eða hringja í síma: 821 3919 (Þrándur)

 

Ég er líka hér:

Þrándur á Google

Þrándur á Facebook